Viðburðir

  • Dagsferð á Selfoss 12. júlí

    Hjólað verður um Nesjavellir, Úlfljótsvatn og til Selfoss.

    Nánari upplýsingar um ferðina á FB síðu DOC Iceland

    Ljósmynd: Wikipedia
  • Árlegt vöfflukaffi Sober Riders 19. júlí

    Hjólað verður í Vöfflukaffi í Þykkvabæ.

    Nánari upplýsingar um ferðina á FB síðu DOC Iceland

    Ljósmynd: Wikipedia
  • Afmælisferð um Toscana Ítalíu 7.-15. september

    Í tilefni af 20 ára afmæli Ducati Klúbbsins verður skipulögð afmælisferð um Toscana hérað Ítalíu.

    Ducati verksmiðjan og safnið verður skoðuð. Hjólað um fjallaskarðið Passo Del Muraglione. Chianti vínvegir, Flórens, San Marínó og MotoGP helgina 12.-14. september.

    Upplýsingar og skráning á FB viðburði Klúbbsins

    Helstu dagsetningar

    1. september Icelandair flug Keflavík – Milano ✈️
    2. september Lest til Bologna. Ducati safnið, verslunin og verksmiðjan í skoðuð. Gisting í Bologna🏛️
    3. september Lest frá Bologna og hjólin sótt hjá Motonoleggio Sereno. Hjólað um Passo Del Muraglione og gist í Flórens 🏍️ 🇮🇹
    4. september Hjólað um Suður-Toscana (Val d’Orcia Magic, Chianti, Siena) 🏍️ 🇮🇹
    5. september Hjólað um Suður-Toscana (Castiglion Fiorentino, Pennabili, San Marino) 🏍️ 🇮🇹
    6. september Hjólað til Tavullia (heimabær Valentino Rossi + MotoGP (Tímamælingar) 🏍️ 🇮🇹
      Hér má skila hjólum eða halda áfram á MotoGP
    7. september MotoGP San Marínó 🏁 (Undankeppni)
    8. september MotoGP San Marínó 🏁 (Aðalkeppnin)
    9. september Hjólum skilað og haldið heim
  • Dagsferð á Landsmótið 2025

    Dagsferð verður farin á Varmaland – Reykholt landsmót laugardaginn 28. júní. Landsmót bifhjólafólks var fyrst haldið í Húnaveri sumarið 1987 og hefur verið haldið á hverju ári síðan.

    Nánari upplýsingar um ferðina á FB síðu DOC Iceland

  • We Ride As One

    Glæsilegur hópur mætti á Við ökum sem eitt! (We Ride As One), árlegan viðburð á vegum Ducati og DOC í hverju landi á heimsvísu fyrsta laugardag í maí. Við ókum léttan rúnt í frábæru veðri frá Álfhellu 4, í Heiðmörk og þaðan á Torgið í miðbæ Reykjavík. Takk fyrir komuna!

    Ljósmyndir: Bárður Jósef Ágústsson

  • 1. maí hópkeyrsla 2025

    Ducati eigendur hittust í hópkeyrslu 1. maí. Hist var hjá N1 hjá Hringbraut og saman út á Granda. Góð mæting var eins og sjá má á þessum myndum.

    Ljósmyndir: Bárður Jósef Ágústsson

  • Aðalfundur Ducati Klúbbsins 2025

    Aðalfundur Doc Iceland var haldinn í félagsheimili Sniglana, Seljanesi 101 þriðjudaginn 22 apríl kl. 19.30.

    Góð mæting var á fundinn og ljóst er að mikill áhugi er á félagsstarfinu um þessar mundir.

    Stjórnin var endurkjörin og má finna upplýsingar um stjórnina hér.

    Klúbburinn á 20 ára afmæli á árinu, en verið er að skoða að skipuleggja afmælisferð til Ítalíu í september með heimsókn í Ducati verksmiðjuna í Bologna og hjólaferð um sveitir Toscana 🇮🇹